Kláraði að lesa Óratorrek. Þetta tók meira á en ég hélt það myndi gera. Sennilega hef ég aldrei lesið meira en eitt ljóð úr bókinni í einu. Fjögur-fimm er alltílagi. En tuttuguogþrjú og mér líður bara einsog ég sé geðveikur – einsog ég þurfi að láta leggja mig inn á spítala. *** Mér finnst næstum jafn fáránlegt að krefjast þess að Robert Downey verði aftur sviptur ærunni – af hinu opinbera – og mér fannst að hann hefði fengið hana uppreista af hinu opinbera. Minnir reyndar á orðalagið um að skila skömminni. Ég hef bara enga trú á að maður stundi svona viðskipti með … abstrakt hluti? Tilfinningar? Hvað kallar maður æru og skömm? Þetta er líka í takti við það þegar verið er að dæma ummæli „dauð og ómerk“. Maður velur sjálfur hverju maður trúir og fyrir hverjum maður ber virðingu. (Einsog áður segir finnst mér einfaldlega ekki að það ætti að rugla lögmannsréttindum hans við þetta). *** Það er kominn tími á lag. *** *** (Ég valdi fyrst Jailbait með Lemmy og Wendy úr Plasmatics en fattaði svo hvað það hefði verið fáránlega óviðeigandi).