Áttundi þáttur af nýja Twin Peaks var einsog Un Chien Andalou – súrrealistamynd Dalis og Bunuel – hittir lokakaflann í 2001: A Space Odyssey. Með smá opnunarskvettu af Reservoir Dogs hittir Barton Fink hittir Lost Highway. *** Mér er illt í heilanum. Mér fannst ég verða að koma þessu að. *** En það er auðvitað ekkert að skilja hérna. Þetta er ekki þannig symbólismi. En maður getur leitað að ljósinu (Gotta light?) án þess að hætta að ráfa í myrkrinu. Einsog hefur sýnt sig. *** Tesan er þessi. Illskan á sér upphaf. Og saga þess er stráð táknum og ferlum af ólíkum gerðum – fæðingum og hreyfingum, ógn og sakleysi. *** Ég las samantekt af þættinum og er ekki með neinar kenningar. Sammála öllu og ósammála því. Þetta er bara einsog það er.