Ég er […] settur á borgina eins og broddfluga á stóran og kyngóðan hest sem er í latara lagi sakir stærðar sinnar og þarf því eitthvað til þess að pipra sig upp. Mér virðist guðinn einmitt hafa sett mig þannig á borgina, þar sem sá er háttur minn að ég sest á yður, vek yður og vanda um við yður hvern um sig, allan daginn, án afláts og alls staðar. Sókrates – Málsvörn Sókratesar