Untitled

Þriðjudagur: Vikan byrjaði ekki vel. Stundum er álagið bara svo mikið. Ekki bara bókin – og ég er í fríi frá leikritinu á meðan Óskabörnin kalla ekki – en hún er plássfrekust. Mig langaði að brjóta allt sem ég komst í snertingu við og fannst einsog hver einasta mínúta – hvort heldur var við eða frá vinnu – væri glötuð mínúta. Þetta er ekki gott. Það er undarlegt hvað maður getur kastast á milli þess að finnast maður vera snillingur, fáviti, stjarna og þræll. *** Næst ætla ég að skrifa bók sem fjallar um vonina. Og hvað vonin sé góð. Og um ástina og hvað sé gott að elska. Það verður frábært. *** Miðvikudagur: Það stóð ekki til að fyrsta dagbókarvikan yrði einhver þunglyndisefi. Þetta átti að vera einn viðstöðulaus sigur út í gegn. Ég ætlaði að fara svolítið í gegnum bækurnar sem ég hef verið að lesa og tengjast efninu. En nei. Svo lendi ég bara í einhverri tilvistarkrísu. Einmitt þegar ég hélt ég væri seif. *** Eitt sinn fannst mér auðvelt að skrifa skáldsögu, tilhugsunin hlægileg (nei djók), en svo finnst mér það ekki lengur. Ég fékk mjög fínan lestur frá traustum yfirlesara sem var mjög hrifinn en benti líka á misbresti sem urðu til þess að nú liggur helvítis skepnan úrbeinuð og í milljón bitum úti um allt og ég veit ekkert – EKKERT – hvernig ég á að púsla henni saman þannig að allt gangi upp. *** Fimmtudagur: Efi leystur. Ég er séní. Byrjaður að raða saman þessum bútum og þetta gengur áreiðanlega upp. *** Föstudagur: Keyrði suður. Átti fund með ritstjóra og bókmenntasinnuðum maka hennar á Kaffi Laugalæk. Við erum á sömu blaðsíðu með hvað þarf að gera og hvort það sé eitthvað varið í þetta. *** Laugardagur. Júróvisjón og fyllerí með leikstjóra. Við erum líka á sömu blaðsíðu. Það eru allir á sömu blaðsíðu. Feillinn blasir við. En þetta er allt að koma. Vantar bara að blása lífi í gólemið. Starta vélinni, hreinsa og skrúbba, fara á rúntinn. *** Sunnudagur. Held áfram að raða í mig bókum í þemanu. Var bent á Sigurvegarann – sem verk um narsissisma. Það er auðvitað eitt af vandamálum þessara bókar – sem verður próblematísk jafnvel þó, og kannski einna helst, ef allt gengur upp – að bækur sem eru í grunninn rant úr sjálfhverfum skíthælum eru alltaf … já rant úr sjálfhverfum skíthælum. Og hver nennir að lesa slíkt? Nógu eru þeir leiðinlegir bara svona á kránni (þeir blómstra svolítið á kránni). Ég ætla að reyna að taka einn mánudag á mánuði í einhverja af þessum bókum – sem eru fæstar skáldsögur, vel að merkja. *** Mánudagur: Farinn til Færeyja. Hlustaði á viðtal við Öldu Villiljós á leiðinni til Keflavíkur – það var mjög fínt. Næstu fjóra sólarhringa get ég einbeitt mér að engu nema Hans Blævi. Ég er, einsog ég nefndi, byrjaður að raða bútunum aftur saman, en í sjálfu sér er ég ekki búinn að raða miklu saman – bara rétt blábyrjuninni (eða kafla sem verður a.m.k. frekar framarlega). Ef vel gengur ætti ég að geta púslað hálfri bókinni saman fyrir fimmtudagskvöld – svo kenni ég á námskeiði yfir helgina (en hef kvöldin fyrir mig).

Untitled

Næstu 30-40 mánudaga ætla ég að helga vinnudagbók Hans Blævar. Bókin er auðvitað næstum búin og það sama gildir um leikritið, en það er líka fífldirfska að ræða bækur (eða leikrit) mikið áður en þau eru fokheld. Því maður veit ekkert hvert þær ætla (og veit það raunar aldrei). *** Í september 2014 dvaldist ég mánaðarlangt einn á litlum herragarði skammt utan við þorpið Jonsered, sem sjálft er skammt utan við Gautaborg. Ég hafði hlotið Villa Martinson styrkinn og bjó í samnefndu húsi, á æskuslóðum nóbelsskáldsins Harry Martinson. Þar skokkaði ég um holt og hæðir, gerði jóga í dagrenningu á tíu metra háu stökkbretti við stöðuvatnið og fylgdist með kuldanum læsa fingrum sínum í villuna, eftir því sem leið á mánuðinn, heita vatninu bresta, húsinu kólna, netinu deyja og músunum naga sér leið gegnum bitana í innveggjunum. Síðustu dögunum eyddi ég á hóteli inni í Gautaborg enda orðið ólíft í húsinu, og nýlega var mér tjáð að ég hefði verið síðasti styrkþeginn þarna – því húsið hefði ekki þótt duga. Það var samt fínt að vera þarna þar til fór að kólna. Friður og ró. *** Lengst af þótti mér sem ég hefði engu komið í verk þarna. Að vísu skrifaði ég heila bók – 150-200 síður, sennilega – en bókin reyndist, þegar á hólminn var komið, alls ekki mönnum bjóðandi. Þannig er því yfirleitt farið um það sem er fljótskrifað. Þetta var reyfari, stefnulaus (viljandi) og alveg án nokkurrar fullnægju – morðið sem bókin hófst á var öllu óviðkomandi. Og raunar var það helsti galli bókarinnar að hún var eiginlega ekki um neitt annað heldur. Og hennar helsti kostur, svona þegar ég hugsa út í það. *** Ég veit aldrei hvað mér finnst um að skrifa fyrir ruslafötuna. Það þarf augljóslega líka. En það er þungt að þurfa að henda heilu og hálfu bókunum. *** Morðið var klassískt. Það var framið á herragarði (ekki Villa Martinson) í miðju matarboði. Enginn var viðstaddur og þegar viðkomandi lést sátu allir aðrir gestir í borðstofunni. Einn af gestunum hét Hans Blær og var transkynja strætóbílstjóri. Aðalsöguhetjan í þessari ómögulegu skáldsögu var hins vegar leynilögreglumaður og samskipti hans við Hans Blævi eru fram úr hófi asnaleg og hann kemst eiginlega aldrei að kjarna málsins (frekar en bókin sjálf), getur ekki yfirheyrt Hans Blævi fyrir vandræðagangi. *** Hans Blær var ljóshærð(ur) með hálfsítt hár hægra megin, rétt niður fyrir eyra, en sléttrakað vinstra megin. Hán var hávaxin(n), líklega rétt undir 190 cm, klædd(ur) í litríka og snyrtilega (dýra) mussu sem náði rétt niður fyrir rass, hvítar terlínbuxur og brúna leðursandala. Hán var með gleraugu með svörtum, þykkum, kassalaga ramma, stutta og tilklippta barta – góða skeggrót – og barmmerki sem á stóð „Yoga kills“.
[…]
„Ég vil byrja á því að forvitnast – þú fyrirgefur, þér mun sjálfsagt finnast þessar spurningar heimskulegar …“
„Það eru engar heimskulegar spurningar, einungis heimskuleg svör“ sagði Hans Blær og krosslagði fæturna í sófanum. Hippi hugsaði ég en meinti krútt eða póstkrútt, knúskrútt, og fann hvernig fordómarnir blossuðu upp. Hann hugsar um Coelho til að fá það, hugsaði ég.
„Í fyrsta lagi: hvernig viltu að ég ávarpi þig?“
„Meinarðu í hvaða kyni?“
„Já.“
„Ef þú vilt virða mig heldurðu þig við hvorugkyn. Annars er þetta víst frjálst land.“
„Og nafnið? Hvernig beygi ég það?“
„Hans í karlkyni – Hans um Hans frá Hans til Hans – og Blær í kvenkyni. Blær um Blæ frá Blævi til Blævar.“
Mig langaði að segja eitthvað um blæbrigði en náði að stoppa mig á síðustu stundu. „Hvaðan ertu?“
„Frá stelpu í strák.“
„Ha?“
„Var það ekki það sem þú varst að spyrja?“
„Ég átti við, hvaðan á landinu.“
„Bíldudal, upprunalega.“
„Upprunalega?“
„Ég flutti þegar ég var tvítugt.“
„Hvað ertu … gamalt … núna?“
„Tuttuguogþriggja.“
„Og þú keyrir strætó?“
„Frá því í febrúar. Ég vann í þörungaverksmiðjunni fyrir vestan og þau borguðu fyrir mig meiraprófið. Betur borgað en að vera á sambýli. Þessar aðgerðir eru ekki ókeypis.“
„Heitirðu Hans Blær í þjóðskrá?“
„Nei.“
„Hvað heitirðu í þjóðskrá?“
„Skiptir það máli?“
„Já.“
„Er ekki nóg að þú fáir kennitöluna mína? Þú getur svo flett þessari lygi upp sjálfur.“
„Nei, þú verður líka að segja mér hvað þú heitir. Þetta styður allt hvert annað. Ég ber saman nafn og kennitölu til að vita við hvern ég hef verið að tala. Ef nafnið passar ekki við kennitöluna eða öfugt hef ég augljóslega tekið annað hvort ranglega niður.“ *** Og svo framvegis og svo framvegis. Ég kláraði bókina og Hans Blær kom í sjálfu sér ekkert mikið meira við sögu – ég ákvað að skrifa hana ekki heldur henda henni í ruslið og snúa mér aftur að  Heimsku sem ég hafði verið að vandræðast með misserin á undan (og þessi bók var í raun hugsuð sem einhvers konar útgáfa af Heimsku , en það er pínu langsótt samt). *** Ég kláraði Heimsku hálfu ári síðar og byrjaði fljótlega upp úr því að vinna í Hans Blævi. Síðan þá hefur mikið blóð runnið til sjávar. Sviti, tár og aðrir líkamsvessar. Hans Blær er ekki lengur strætóbílstjóri heldur fjölmiðlastjarna. Hán er eldra (f. 1984) og hán er ekki PC-vinstrimanneskja – raunar því síður, hán er tröll, ekki minna trans gressíft en trans gender . Ég veit ekki hvort hægrisinnað er hugtak sem á við – það er hálfgerður anakrónismi þegar hán er annars vegar, enda er hán bæði eitthvað miklu eldra og eitthvað alveg nýtt. En að því sögðu er hán allavega ekki vinstrisinnað. Þá er kyngervi hánar ansi miklu flóknara núorðið en að hán sé bara „frá stelpu í strák“. *** En það er víst best að ég verði ekki of langorður. Þótt það sé margt að segja. Meira síðar.

Meinlætúar, dagur 31

Aldur: 39 (39)

Hæð: 198 cm (198 cm)

Þyngd: 86,1 kg (85 kg)

Hitastig: 35,8 °C (?)

Máltíðir: 2,5 (2,5)

Millimálseiningar: 1 (1)

Hlaup: 0 km (5 km)

Jóga: 0 mín (15 mín)

Íhugun: 0 mín (5 mín)

Innbyrtar hitaeininingar:  1.137 kcal (1800 kcal)

Salt: 2.781 mg (2000 mg)

Kolvetni: 125 g (200 g)

Fita: 34 g (50 g)

Prótein: 77 g (150 g)

Sykur: 22 g (0 g)

Hitaeiningum brennt með umframhreyfingu: 696 kcal (650 kcal)

Hitaeiningum brennt í hvíld: 1.914 kcal (2.200 kcal)

Skref: 4.019 (10.000)

Meðalhjartsláttur í hvíld 47 (60):

Hraðasti púls: 169

Hægasti púls: 46

Áfengiseiningar: 0 (0)

Tóbakseiningar: 0 (0)

Mittismál: 94,5 cm (90 cm)

Vaknað í morgun kl: 07.32 (07.30)

Sofnað í gær kl: 00.28 (00.00)

Skrifuð orð: 1.006 (500)

Eyddar krónur: kr 2.564 (2.000 kr).

Lesnar fagurbókmenntablaðsíður: 42 (30)

Lesnar annars konar blaðsíður: 41 (30)

Mínútur við sjónvarpsgláp: 71 mín (< 60 mín) Kaffibollar: 3

Meinlætúar, dagur 30

Aldur: 39 (39)

Hæð: 198 cm (198 cm)

Þyngd: 86,3 kg (85 kg)

Hitastig: 35,8 °C (?)

Máltíðir: 2,5 (2,5)

Millimálseiningar: 1 (1)

Hlaup: 5 km (5 km)

Jóga: 0 mín (15 mín)

Íhugun: 0 mín (5 mín)

Innbyrtar hitaeininingar:  912 kcal (1800 kcal)

Salt: 2.133 mg (2000 mg)

Kolvetni: 80 g (200 g)

Fita: 36 g (50 g)

Prótein: 60 g (150 g)

Sykur: 17 g (0 g)

Hitaeiningum brennt með umframhreyfingu: 818 kcal (650 kcal)

Hitaeiningum brennt í hvíld: 1.945 kcal (2.200 kcal)

Skref: 10.622 (10.000)

Meðalhjartsláttur í hvíld 46 (60):

Hraðasti púls: 210

Hægasti púls: 45

Áfengiseiningar: 0 (0)

Tóbakseiningar: 0 (0)

Mittismál: 94,5 cm (90 cm)

Vaknað í morgun kl: 07.05 (07.30)

Sofnað í gær kl: 23.52 (00.00)

Skrifuð orð: 1.702 (500)

Eyddar krónur: kr 5.210 (2.000 kr).

Lesnar fagurbókmenntablaðsíður: 0 (30)

Lesnar annars konar blaðsíður: 52 (30)

Mínútur við sjónvarpsgláp: 70 mín (< 60 mín) Kaffibollar: 7

Meinlætúar, dagur 29

Aldur: 39 (39)

Hæð: 198 cm (198 cm)

Þyngd: 86,7 kg (85 kg)

Hitastig: 36,5 °C (?)

Máltíðir: 2,5 (2,5)

Millimálseiningar: 0 (1)

Hlaup: 5 km (5 km)

Jóga: 0 mín (15 mín)

Íhugun: 0 mín (5 mín)

Innbyrtar hitaeininingar: 1.293 kcal (1800 kcal)

Salt: 1.910 mg (2000 mg)

Kolvetni: 146 g (200 g)

Fita: 54 g (50 g)

Prótein: 71 g (150 g)

Sykur: 21 g (0 g)

Hitaeiningum brennt með umframhreyfingu: 732 kcal (650 kcal)

Hitaeiningum brennt í hvíld: 1.925 kcal (2.200 kcal)

Skref: 8.123 (10.000)

Meðalhjartsláttur í hvíld 46 (60):

Hraðasti púls: 167

Hægasti púls: 42

Áfengiseiningar: 0 (0)

Tóbakseiningar: 0 (0)

Mittismál: 94,5 cm (90 cm)

Vaknað í morgun kl: 06.56 (07.30)

Sofnað í gær kl: 00.45 (00.00)

Skrifuð orð: 930 (500)

Eyddar krónur: kr 589 (2.000 kr).

Lesnar fagurbókmenntablaðsíður: 40 (30)

Lesnar annars konar blaðsíður: 55 (30)

Mínútur við sjónvarpsgláp: 82 mín (< 60 mín) Kaffibollar: 5

Meinlætúar, dagur 28

Aldur: 39 (39)

Hæð: 198 cm (198 cm)

Þyngd: 87,2 kg (85 kg)

Hitastig: 36,3 °C (?)

Máltíðir: 1 (2,5)

Millimálseiningar: 2 (1)

Hlaup: 5 km (5 km)

Jóga: 0 mín (15 mín)

Íhugun: 0 mín (5 mín)

Innbyrtar hitaeininingar: 1.187 kcal (1800 kcal)

Salt: 1.841 mg (2000 mg)

Kolvetni: 117 g (200 g)

Fita: 66 g (50 g)

Prótein: 66 g (150 g)

Sykur: 12 g (0 g)

Hitaeiningum brennt með umframhreyfingu: 699 kcal (650 kcal)

Hitaeiningum brennt í hvíld: 1.890 kcal (2.200 kcal)

Skref: 9.698 (10.000)

Meðalhjartsláttur í hvíld 46 (60):

Hraðasti púls: 167

Hægasti púls: 44

Áfengiseiningar: 0 (0)

Tóbakseiningar: 0 (0)

Mittismál: 95,0 cm (90 cm)

Vaknað í morgun kl: 10.56 (07.30)

Sofnað í gær kl: 00.48 (00.00)

Skrifuð orð: 6 (500)

Eyddar krónur: kr 3.290 (2.000 kr).

Lesnar fagurbókmenntablaðsíður: 0 (30)

Lesnar annars konar blaðsíður: 0 (30)

Mínútur við sjónvarpsgláp: 0 mín (< 60 mín) Kaffibollar: 8

Meinlætúar, dagur 27

Aldur: 39 (39)

Hæð: 198 cm (198 cm)

Þyngd: 87,3 kg (85 kg)

Hitastig: 35,9 °C (?)

Máltíðir: 2 (2,5)

Millimálseiningar: 1 (1)

Hlaup: 0 km (5 km)

Jóga: 30 mín (15 mín)

Íhugun: 0 mín (5 mín)

Innbyrtar hitaeininingar: 1.242 kcal (1800 kcal)

Salt: 2.791 mg (2000 mg)

Kolvetni: 109 g (200 g)

Fita: 68g (50 g)

Prótein: 55 g (150 g)

Sykur: 33 g (0 g)

Hitaeiningum brennt með umframhreyfingu: 675 kcal (650 kcal)

Hitaeiningum brennt í hvíld: 2.101 kcal (2.200 kcal)

Skref: 3.988 (10.000)

Meðalhjartsláttur í hvíld 46 (60):

Hraðasti púls: 110

Hægasti púls: 44

Áfengiseiningar: 0 (0)

Tóbakseiningar: 0 (0)

Mittismál: 95,0 cm (90 cm)

Vaknað í morgun kl: 10.44 (07.30)

Sofnað í gær kl: 00.17 (00.00)

Skrifuð orð: 580 (500)

Eyddar krónur: kr 4.899 (2.000 kr).

Lesnar fagurbókmenntablaðsíður: 0 (30)

Lesnar annars konar blaðsíður: 25 (30)

Mínútur við sjónvarpsgláp: 101 mín (< 60 mín) Kaffibollar: 2

Meinlætúar, dagur 26

Aldur: 39 (39)

Hæð: 198 cm (198 cm)

Þyngd: 87,6 kg (85 kg)

Hitastig: 35,7 °C (?)

Máltíðir: 2,5 (2,5)

Millimálseiningar: 1 (1)

Hlaup: 5 km (5 km)

Jóga: 0 mín (15 mín)

Íhugun: 0 mín (5 mín)

Innbyrtar hitaeininingar: 1.396 kcal (1800 kcal)

Salt: 318 mg (2000 mg)

Kolvetni: 196 g (200 g)

Fita: 52g (50 g)

Prótein: 82 g (150 g)

Sykur: 56 g (0 g)

Hitaeiningum brennt með umframhreyfingu: 854 kcal (650 kcal)

Hitaeiningum brennt í hvíld: 2.019 kcal (2.200 kcal)

Skref: 9.889 (10.000)

Meðalhjartsláttur í hvíld 47 (60):

Hraðasti púls: 46

Hægasti púls: 199

Áfengiseiningar: 0 (0)

Tóbakseiningar: 0 (0)

Mittismál: 94,8 cm (90 cm)

Vaknað í morgun kl: 07.02 (07.30)

Sofnað í gær kl: 00.31 (00.00)

Skrifuð orð: 841 (500)

Eyddar krónur: kr 7.606 (2.000 kr).

Lesnar fagurbókmenntablaðsíður: 0 (30)

Lesnar annars konar blaðsíður: 70 (30)

Mínútur við sjónvarpsgláp: 55 mín (< 60 mín) Kaffibollar: 7

Meinlætúar, dagur 25

Aldur: 39 (39)

Hæð: 198 cm (198 cm)

Þyngd: 87,3 kg (85 kg)

Hitastig: 35,4 °C (?)

Máltíðir: 2,5 (2,5)

Millimálseiningar: 0 (1)

Hlaup: 5 km (5 km)

Jóga: 0 mín (15 mín)

Íhugun: 0 mín (5 mín)

Innbyrtar hitaeininingar: 1.120 kcal (1800 kcal)

Salt: 2.662 mg (2000 mg)

Kolvetni: 140 g (200 g)

Fita: 34 g (50 g)

Prótein: 64 g (150 g)

Sykur: 28 g (0 g)

Hitaeiningum brennt með umframhreyfingu: 697 kcal (650 kcal)

Hitaeiningum brennt í hvíld: 1.997 kcal (2.200 kcal)

Skref: 8.638 (10.000)

Meðalhjartsláttur í hvíld 47 (60):

Hraðasti púls: 163

Hægasti púls: 46

Áfengiseiningar: 0 (0)

Tóbakseiningar: 0 (0)

Mittismál: 95,0 cm (90 cm)

Vaknað í morgun kl: 07.03 (07.30)

Sofnað í gær kl: 00.29 (00.00)

Skrifuð orð: 2.231 (500)

Eyddar krónur: kr 4.821 (2.000 kr).

Lesnar fagurbókmenntablaðsíður: 3 (30)

Lesnar annars konar blaðsíður: 68 (30)

Mínútur við sjónvarpsgláp: 72 mín (< 60 mín) Kaffibollar: 4

Meinlætúar, dagur 24

Aldur: 39 (39)

Hæð: 198 cm (198 cm)

Þyngd: 88,1 kg (85 kg)

Hitastig: 35,7 °C (?)

Máltíðir: 2,5 (2,5)

Millimálseiningar: 0 (1)

Hlaup: 0 km (5 km)

Jóga: 0 mín (15 mín)

Íhugun: 0 mín (5 mín)

Innbyrtar hitaeininingar: 1.306 kcal (1800 kcal)

Salt: 649 mg (2000 mg)

Kolvetni: 101 g (200 g)

Fita: 70 g (50 g)

Prótein: 59 g (150 g)

Sykur: 21 g (0 g)

Hitaeiningum brennt með umframhreyfingu: 717 kcal (650 kcal)

Hitaeiningum brennt í hvíld: 1.970 kcal (2.200 kcal)

Skref: 4.075( 10.000)

Meðalhjartsláttur í hvíld 46 (60):

Hraðasti púls: 170

Hægasti púls: 43

Áfengiseiningar: 0 (0)

Tóbakseiningar: 0 (0)

Mittismál: 95,5 cm (90 cm)

Vaknað í morgun kl:  07.02 (07.30)

Sofnað í gær kl:  00.40 (00.00)

Skrifuð orð: 1.363 (500)

Eyddar krónur: kr 2.569 (2.000 kr).

Lesnar fagurbókmenntablaðsíður: 0 (30)

Lesnar annars konar blaðsíður: 55 (30)

Mínútur við sjónvarpsgláp: 54 mín (< 60 mín) Kaffibollar: 6