Lestu ekki hetjuljóð, sonur sæll, lestu stundatöflur: þær eru áreiðanlegri. Sléttu úr sjókortunum
áður en það er um seinan. Vertu á verði, ekki syngja.
Sá dagur rennur upp að þeir hamri aftur yfirlýsingar sínar
á dyrnar og auðkenni brjóst þeirra sem segja nei
með leynilegu tákni. Lærðu að dyljast, lærðu meira en ég: að skipta um lögheimili, vegabréf, andlit. að sýna slægð í smáglæpum, hversdagsins skítugu bjargráðum. Dreifibréf gera gagn sem uppkveikja, stefnuskrár: til að búa um smjörið og salt fyrir þá sem ekki geta varið sig. Bræði er þörf og þolinmæði
svo blása megi innum lungu valdsins
fínu banvænu rykinu, möluðu af hinum margfróðu,
og áreiðanlegu, fyrir þig.
Hans Magnus Enzensberger