Við hjónin erum þotuþreytt í San Francisco eftir 11 tíma flug frá Frankfurt. Byrjuðum á að fá okkur lúr og ætlum núna út að leita að amerískum diner. *** San Francisco er ekki jafn kunnugleg og ég hélt hún yrði. Ekki einsog að koma til New York sem er einsog maður hafi alist upp í henni þótt maður hafi aldrei borið hana augum áður. *** Hér er þoka. Mér skilst það sé frekar algengt á þessum árstíma. Vonandi sjáum við samt eitthvað til sólar áður en við förum heim.