Einu plastpokarnir sem þjóna nokkrum tilgangi í lífi mínu eru innkaupapokar úr matvöruverslunum. Þeir enda sem ruslapokar. Samt virðast það vera þeir pokar sem fara mest í taugarnar á umhverfisverndarsinnum. Allir hinir pokarnir – brauðpokar, tískuvörupokar og alls kyns aðrir smá- og stórpokar sem passa ekki á ruslafötur, verða rusl sjálfir. *** Ég hef stundum vanið mig á að fara með körfuna af hjólinu inn í verslanir, eða taka með mér bakpoka eða taupoka, en það endar yfirleitt með því að ég á enga ruslapoka. Og þá kaupi ég poka í ruslafötuna. Kannski meikar það sens. *** Í dag fékk ég að sjá kápuna á grísku Illsku, sem er á leið í prentun. Einsog frakkarnir völdu grikkirnir að halda íslenska titlinum en setja undirtitil – To Kako – til þýðingar. Ég held svei mér þá að þær verði bara fallegri og fallegri þessar kápur. Hér eru aðrar til hliðsjónar (og plakatið fyrir leikritið): *** Svo styttist víst líka í ensku og króatísku.