Vélstrokkað tilberasmjör

Ég hata gervigreindina. Ég hata öll ljóðin sem hún skrifar, alla prósana og mér finnst allar myndirnar sem hún hefur gert af ykkur gera ykkur ljótari en þið eigið skilið að vera. Þið voruð falleg þangað til gervigreindin kom og eyðilagði það. Nú eruð þið ljót. Þetta kemur mér á óvart. Mitt fyrsta viðbragð var alls ekki hatur heldur forvitni. Nýtt leikfang! hugsaði ég. Ég hef leikið mér með textavélar í 20 ár – í Nihil Obstat , frá 2003, eru tveir langir textar sem ég gerði með aðstoð Globallink Power Translator – sem er eins konar fyrirrennari Google Translate. Þar áður var ég byrjaður að fikta með cut-up aðferðir og þetta var innblásið af þeim tilraunum. Vélar juku ekki bara framleiðnina heldur ýttu undir skrýtileikann – ýktu hann. Þetta var pönk á sýru og sterum. Og ég hélt þessu áfram. Í Blandarabröndurum , frá 2005, eru ótal textar unnir með vélum –  Windows Word Auto-Summarize útgáfa af 1000 blaðsíðum af ljóð.is-ljóðum er sennilega mitt besta verk . Og ekki einn einasti „frumskrifaður“. Í Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum úir allt og grúir í google-skúlptúrum og öðrum vélaljóðum. Við Lommi lékum okkur helling með allar mögulegar vélar – og Lommi skrifaði meira að segja nokkrar. Við gerðum saman heila véla-útgáfu af Blandarabröndurum sem hét Brandarablandarar og er horfin af netinu, einsog svo margt. Mér ætti að þykja þetta skemmtilegt. En í staðinn finnst mér þetta leiðinlegt. Ég fyllist sorg en ekki gleði. Ég held að tilfinningin sé kannski svipuð og ef árið væri 1983 og maður hefði vanist því að leika sér með ófullkomna hávaðasama milljón-takka svuntuþeysa sem gera aldrei það sem maður ætlast til – ástfanginn af glímunni við ófullkomleikann – og einhver hefði afhent manni Casio-skemmtara og sagt: „Sjáðu! Ýttu á bossanova takkann. Instant Tom Jobim – hendum þessum svuntuþeysi og dönsum!“ Já, þetta er fullkomnara – en þetta er líka ófullkomnara, einsog bara straumlínulöguð bestun getur verið ófullkomin. Myndirnar og textarnir eru öll einsog eftir sama listamanninn – ég veit ekki hvort þar er sálarleysinu um að kenna (og er þá sálin fundin?), eða einhverju öðru, en þetta rennur saman. Það þarf ekki að segja manni að gervigreind hafi gert myndina – það sést langar leiðir. Einsleikinn er yfirþyrmandi. Þrúgandi. Ef þú biður greindina um ljóð að hætti Allens Ginsberg færðu rímuð fjögurra línu erindi með löngum línum. Ef þú biður hana um zen-ljóð færðu rímuð fjögurra línu erindi með löngum línum. Ef þú biður hana um sonnettu færðu rímuð fjögurra línu erindi með löngum línum. Og svo framvegis. Innihaldið meikar línulegri sens en í eldri vélum en ég sé ekki að gervigreindin sé betri í hinu súblíma – hinu fagra – en kaosvélarnar. Því síður, eiginlega. Einsleikinn á vel að merkja ekki bara við um ljóðform. Ég prófaði að láta gervigreindina herma eftir ólíkum rithöfundum og á meðan hún hafði lágmarks sans fyrir því að sækja sér orðaforða hafði hún mjög lítinn skilning öðrum stílbrögðum – svo sem setningalengd, byggingu, o.s.frv. – sem ég hefði haldið að ætti að vera auðlæranlegt fyrir gervigreind. Þetta er bara sami textinn, aftur og aftur, að þykjast vera ólíkir textar. Can you write me a 100 word text about cheese in the style of Stephen King? The cheese sits on the platter, a malevolent presence in the otherwise ordinary kitchen. It exudes a sense of otherness, of danger. I can feel its dark energy pulsing from across the room, drawing me in like a moth to a flame. I approach the cheese with caution, every step a battle against its sinister pull. I slice into the cheese, and its vile, putrid stench assaults my senses. I gag and stumble backwards, fear coursing through my veins. This cheese is evil, a harbinger of death and destruction. Stephen King would have been terrified of this cheese. Can you write me a 100 word text about cheese in the style of Bob Dylan? The cheese sits on the platter, a rebel without a cause. It is a misfit, a outsider, a lone wolf in a world of conformity. To taste the cheese is to take a stand, to defy the norms and expectations of society. The cheese is a symbol of nonconformity, of individuality and freedom. It is a reminder that there is more to life than following the crowd, that we each have our own path to follow. Bob Dylan would have appreciated the cheese’s independent spirit and refusal to conform. Can you write me a 100 word text about cheese in the style of Dan Brown? The cheese sits on the platter, a mystery waiting to be solved. It is a puzzle, a code, a riddle that begs to be unraveled. To taste the cheese is to uncover its secrets, to discover its hidden depths. The cheese is a symbol of knowledge and understanding, of the quest for truth and enlightenment. It is a reminder that there is always more to learn, that there are always new mysteries to explore. Dan Brown would have appreciated the cheese’s connection to mystery and knowledge. Can you write me a 100 word text about cheese in the style of Kahlil Gibran? The cheese sits on the platter, a symbol of life’s mysteries. It is a source of nourishment and sustenance, but also of pleasure and enjoyment. To taste the cheese is to experience the fullness of life, to savor its many flavors and textures. The cheese is a reminder that even the simplest things can bring us joy and fulfillment. It is a reminder to be grateful for the gifts that life offers us, and to savor each moment as if it were the most delicious bite of cheese. Kahlil Gibran would have appreciated the cheese’s symbolism and wisdom. Can you write me a 100 word text about cheese in the style of Sylvia Plath? The cheese sits on the platter, a malevolent force. It taunts me, dares me to approach. I can feel its cold, unfeeling gaze upon me, as if it knows my weakness, my secret desire. I am powerless against its pull, I must have a taste. I slice into the cheese, and its bitterness assaults my tongue. I choke back a sob, tears welling in my eyes. This cheese is poison, a slow death lurking in every bite. It is a cruel mistress, tempting and then punishing me. Sylvia Plath would have understood the cheese’s hold over me. Henni gekk aðeins betur að skrifa einsog Gertrude Stein – skildi a.m.k. að hún notar endurtekningar þótt hún skildi alls ekki hvernig. Can you write me a 100 word text about cheese in the style of Gertrude Stein? Once upon a time there was a cheese, a cheese like no other cheese. It was a round cheese, a yellow cheese, a cheese that sat on a platter in a kitchen. The cheese was a cheese that was loved, a cheese that was savored, a cheese that was devoured. It was a cheese with a rich, tangy flavor, a cheese that melted in the mouth and left a trail of deliciousness in its wake. It was a cheese that was special, a cheese that was cherished, a cheese that was adored. It was a cheese that was Gertrude Stein’s favorite cheese. Þetta var líka eini textinn sem byrjaði ekki á „osturinn er á plattanum“ og endaði ekki á lýsingu á höfundinum (nema að svo miklu leyti sem osturinn er staðgengill Geirþrúðar og hún einmitt sinn eigin uppáhalds höfundur). Gertrude er reyndar höfundur sem þykir mjög auðvelt að skopstæla (þótt það sé furðu erfitt að ná því „rétt“). Hnotskurn: Á sama tíma og textarnir sem ChatGPT skrifar eru glatað drasl er engu við þá að bæta – þeir eru óbætanlegir, engir brestir til að berja í og þar með engin fullkomnun til að dást að. Mér fallast einfaldlega hendur af leiðindum. Linnulausum leiðindum. Þessi leiðindi munu gera út af við okkur. ☠

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *