Fyrsti í #Fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 1, 2017 at 3:38am PST //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Ég man ekki hvað var fyrsta í fiskars. Sennilega er þetta þorskur með sólþurrkuðum tómötum og ólífum. Eitthvað þannig. Lítur girnilega út. Ég skýt á 7/10. #fiskars part deux A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 2, 2017 at 10:59am PST //platform.instagram.com/en_US/embeds.js
Annan dag fiskarsmánaðar var ég sennilega með rauðsprettu á byggbeði. Eða eitthvað. Skelfilegt að skrifa þetta ekki niður. Segjum 6/10. #fiskars vs pizzaföstudagur A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 3, 2017 at 11:29am PST //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Þriðji í fiskars var líka pizzaföstudagur. Skýrir sig sjálft. 8/10. Kedgeree #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 4, 2017 at 10:26am PST //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Fjórða í fiskars var kedgeree með reyktri ýsu. 7,5/10 (mjög gott en svolítið þungt). Rækjupasta #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 5, 2017 at 10:06am PST //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Fimmta í fiskars rækjupasta. 8/10. Fiskisúpa m/ þorski, rækjum og reyktum laxi #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 7, 2017 at 10:10am PST //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Sjötti. Sennilega var þetta ekki nema 6,5/10 – óeftirminnilegt. En það var áreiðanlega rjómi í þessu og hann klikkar sjaldan. Í öllu falli var enginn afgangur svo einhverjum hefur þótt þetta gott. Plokkfiskur á @messinnreykjavik #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 8, 2017 at 5:37am PST //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Sjöunda var ég kominn í ferðalag. Ég var ekki nógu ánægður með þennan plokkfisk – þetta var eitthvað smjörfræst. En ætla að gefa Messanum annan séns við tækifæri, það segja allir að þetta sé svo gott. 6/10. Túnfisksamloka #fiskars #wheninkef A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 8, 2017 at 10:13pm PST //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Leifsstöð. Spicy Tuna á Joe & The Juice. 6/10. Rækjusalat á Tante Gerda í Hamar #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 10, 2017 at 6:51am PST //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Hádegismatur í Hamar á Rolf Jacobsendagene. 5/10. Sjávarréttahornið á tapasdisknum mínum #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 11, 2017 at 9:59am PST //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Ég át líka talsvert af kjöti í fiskars, en þá með eða á öðrum tíma (í hádeginu þá mest). En alltaf einhvern fisk. 8/10. At Icelandic Fish & Chips #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 13, 2017 at 6:36am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Þetta var mjög gott. Svolítið hipsteraleg þessi smjörfroða og það hefði auðvitað átt að vera maltedik með en fiskurinn var alveg solid. 9/10. Víetnamskar vorrúllur með risarækjum og hnetusósu #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 14, 2017 at 11:24am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Heimkominn fór ég í víetnamska nostalgíu. 8/10. Regnbogasilungur, kartöflur og salat. #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 15, 2017 at 10:54am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Ég gerði svo mikið af brjálæðislega góðri hnetusósu með vorrúllunum – notaði hluta af afganginum til að smyrja þennan vestfirska silung. 8/10. Gufusoðinn steinbítur með jurtasósu. #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 16, 2017 at 12:18pm PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Þetta er sennilega eftirlætisréttur Nödju. Þessi sósa – sem er bara smjör, sérrí, kóríander, (thai) basilika, steinselja og skalottlaukur – er svakaleg. 8/10 (Nadja færi sennilega í 9,5/10. #fiskars vs pizzaföstudagur taka II: sardínupizza og plokkfiskhálfmáni A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 17, 2017 at 11:48am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Aftur kominn pizzaföstudagur. Það er plokkfiskur með bernaise innan í hálfmánanum. Plokkarinn fær 8,5/10. Hin 8/10. Sill och potatis #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 18, 2017 at 11:01am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Sænskasti rétturinn. 7,5/10. Chutneylax, indverskt salat og naan. #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 19, 2017 at 1:04pm PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Verst að fá bara frosinn lax. En sennilega stendur það til bóta með öllu þessu eldi. 7/10. Cod liver sandwich #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 20, 2017 at 5:10am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Þykkar franskbrauðssneiðar ristaðar á pönnu, hálf dós af lifur, hálft avókadó, lambhagasalat og „sterk sinnepssósa“ – hefði hugsanlega notað majones, en átti þetta til. Kúfuð skeið af svörtum hrognum. Salt og pipar. 9/10. Beikonvafin langa #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 20, 2017 at 11:09am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Nadja fór til Frakklands og þá var ástæða til að bæta kjöti í matinn. 7,5/10. Hvítlauksristaður skötuselur og ribeye. #fiskars #toolatergram A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 21, 2017 at 2:06pm PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Þetta var síðasti dagurinn með eldhús. Svo kom smiðurinn og tók af mér eldhúsið og ég færði allt mitt hafurtask inn í stofu. Þar sem ég kláraði fiskars á hrísgrjónapotti, örbylgjuofni, vöfflujárni og George Foreman Lean Mean Fat-Reducing Grilling Machine. 9/10. Tilbúinn réttur frá fiskbúð Kára Jó og hrísgrjón úr nýja hrísgrjónapottinum. #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 22, 2017 at 11:20am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Ég man ekki alveg hvað þessi réttur frá Kára var. Sennilega langa í sinnepssósu. Ég hafði pantað hrísgrjónapottinn frá Reykjavík og hélt að hann kæmi ekki fyrren degi síðar – en svo kom hann og ég vildi prófa. Ég notaði örbylgjuofninn til að elda lönguna og svo notaði ég hann ekkert meir. 6,5/10. Rúgvaffla með reyktum laxi. #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 23, 2017 at 11:12am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Karlakórinn var að selja reyktan lax. Ég fékk hann heimsendan í vinnuna. 8/10. Yum yum rækjunúðlur #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 25, 2017 at 2:46am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js „Tími til að njóta“. (Ég er reyndar alger sökker fyrir svona núðlum). 7/10. Hörpudiskrisotto #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 25, 2017 at 11:19am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Hrísgrjónapotturinn fékk að vinna fyrir laununum. Það er hægt að nota hann alls konar – t.d. steikja lauk í botninum. Ég segi ekki að risotto sem maður sinnir viðstöðulaust í góðum potti sé ekki betra – en þetta er ótrúlega próblemfrítt. Og hörpudiskurinn grillaður í Formanninum. 7,5/10. Fyrsti (og sennilega síðasti) vatnakarfinn minn. #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 26, 2017 at 11:25am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Ég keypti svona vatnakarfa í tælenska frystinum í pólsku búðinni (þegar tælensku búðinni var lokað breytist hún í horn í pólsku búðinni). Þegar ég kom heim fór ég að gúgla tegundinni – tinfoil barb hét þetta á umbúðunum – og fann bókstaflega enga uppskrift en mikið um að þeir væru hafðir fyrir gæludýr. Og eitthvað um að vatnakarfi almennt væri grillaður víða í asíu, bara svona beint upp úr vatninu. Ég gerði það en mæli ekki með því. Frekar leiðinlegur á bragðið og alveg skelfilega mikið af beinum. 3/10. #fiskars dagsins: ciabatta með rækjusalati A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 27, 2017 at 4:42am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Körfuboltastelpurnar voru að selja rækjur. Ég hef bara held ég aldrei gert rækjusalat áður en geri oft túnfisksalat með svipuðum prinsippum. Heimalagað majo gerir gæfumuninn (og er fáránlega auðvelt – majomafíunni hefur einhvern veginn tekist að sannfæra heiminn um að það þurfi að kaupa dollurnar þeirra því þetta sé eitthvað moj, en það er alger misskilningur). 7/10. Sushi #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 28, 2017 at 4:08am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Aftur fékk hrísgrjónapotturinn að trylla lýðinn. Ég er enginn ægilegur sushikall – en hvað gerir maður ekki þegar maður á ekkert eldhús? Þetta var líka ágætt. 7/10. Thai koon rækjur. #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 29, 2017 at 5:11am PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js
Þennan dag eldaði ég ekki neitt. Við fórum í mat til M&P um kvöldið og ég fékk mér þetta í hádeginu til að fiskarsa mig upp. 6,5/10. Gullkarfi í kókósmüslihjúpi með tortillaflögum, salati og salsa. #fiskars A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 29, 2017 at 12:44pm PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Þetta var ótrúlega gott. 9/10. Næstsíðasti í #fiskars : Asískar steinbítsbollur, spírusalat og rösti (frá Kára í Sjávarfangi). A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 30, 2017 at 12:17pm PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Þetta var líka alveg brjálæðislega gott. 9/10. Síðasti í #fiskars meets pizzaföstudagur meets ekkert eldhús. A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 31, 2017 at 12:17pm PDT //platform.instagram.com/en_US/embeds.js Í staðinn fyrir pizzur gerði ég quesadillas í Formanninum. Börnin fengu sín venjulegu pizzaálegg en ég gerði eina með surimi, avocado, mozzarella og sterku salsa og aðra með reyktum laxi, pestó, lauki og mozzarella. Sú fyrri fær 7/10 en seinni 8,5/10.