Það er búið að aflétta hömlum á bólusetta að mestu leyti – bæði á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur og ytri landamærum Íslands. Sem þýðir að Nadja og börnin komast vandræðalítið með ferjunni frá Gautaborg til Fredrikshavn og inn í Ísland. Ég aftur á móti fæ ekki bólusetningu í þessu jävla satans rassgati – aðallega af því íslenska og sænska kerfið tala ekkert saman, þetta er eins konar samstarf í því að vera ósammála og sýna enga samstöðu – og þarf að bóka (dýrt) PCR-próf í Gautaborg fyrir brottför úr landi, sem ætti svo að duga mér til að komast um borð í Norrænu í Hirtshals. Þar verð ég aftur prófaður strax og ég kem um borð – af einhverjum orsökum þarf maður að borga fyrir það próf, þótt PCR-próf séu annars ókeypis í Danmörku (skilst mér). Það er nokkur bót í máli að sóttkví hefst í raun strax og ég kem um borð – og ég er frjáls til að fara um allt og sleikja allt og alla einsog mér sýnist meðan ég er ebb í bátnum. Sem er tvær nætur. Ég þarf svo væntanlega að sitja í þrjár aukanætur á hóteli á Egilsstöðum og þá má ég ekki svo mikið sem anda á aðra. Og Nadja og krakkarnir verða þá annað hvort að bíða eftir mér eða halda áfram án mín. Þessu fylgir nokkur existensíalískur leiði. Það eru allir svo glaðir og kátir að vera sloppnir úr þessum covid-höfuðverk. Nema ég! Mér líður svolítið einsog ég hafi verið valinn síðastur í liðið eftir að hafa eytt ári í að bíða eftir leiknum. Geggjað spenntur og er svo sagt að vegna ytri aðstæðna þurfi ég að sitja á bekknum allan tímann. En ég fái að vera í búning á meðan. Þetta er svolítið antíklímax. Til þess að PCR-testið mitt dugi mér bæði yfir dönsku landamærin og upp í ferjuna sólarhring síðar þarf ég að taka það sennilega 31. júlí – af því við komum seint til Gautaborgar 1. ágúst (ekki tími til að taka prófið þar og bíða) og förum svo yfir til Danmerkur morguninn eftir. Morguninn 3. ágúst er ég þá á mörkunum með að PCR-testið sé enn gilt. Annar möguleiki er að keyra eldsnemma til Gautaborgar og taka rándýrt (50 þúsund vs. 25-30 þúsund) PCR-test og fá niðurstöðurnar á fjórum tímum. Nei, sennilega myndi mér duga 12 tíma opsjón. Ég efast um að þessu verði aflétt áður en ég fer heim (3. ágúst) – þótt það gæti svo sem gerst. Það eru svo fáir sem þurfa (eða velja) að ferðast óbólusettir – og hreinlega verða sennilega mjög fáir evrópubúar óbólusettir í ágúst. Sem aftur þýðir að þrýstingurinn er enginn – óþægindin lenda á svo fáum. Og taugaveiklunin er og verður í yfirgír næstu misserin. Þess utan hefur þetta þau (að sumum finnst æskilegu) aukaverkun að hefta för þriðja heims skrílsins – mörkin milli „okkar“ og „þeirra“ verða skarpari. Ég tala nú ekki um ef bólusetningarleysið þar fer að verða til þess að önnur og verri afbrigði vírussins dúkki upp hjá „okkur“ næstu misserin. En ég er líka nógu svartsýnn til að hluti af mér telur að það sé allt eins líklegt að það verði öllu skellt aftur í lás áður en við komumst heim. Smá Delta, smá Gamma, smá Epsilon – ruggi báturinn verður sennilega ekkert hikað. Það myndi nú varla duga til að halda okkur úti en það gæti gert heimferðina erfiðari og dýrari. En það er nú ekki líklegt. Held ég. Vona ég. Það er það áreiðanlega ekki. Svo þarf ég náttúrulega ekki annað en að mælast jákvæður til að vera fastur í nokkrar vikur í viðbót. En herregud hvað ég hlakka til að koma heim. Ég er alltof heimakær á fullorðinsárum fyrir svona langa útvist. Þegar ég var yngri vildi ég helst alltaf vera á ferðalagi – og svo sem kann ég ágætlega við það ennþá. En það er annar móður líka, að vera einn og ábyrgðarlaus, annar handleggur. *** Ég er búinn að lesa inn alla Gæsku fyrir Storytel. Nú erum við að ræða næstu skref. Hugsjónadruslan er líklegust. Annars er Studio Västerås liðið komið í sumarfrí og ég verð farinn þegar þeir koma aftur. En Gæska ætti sem sagt að detta inn einhvern tíma fljótlega. *** Peps Persson lést í gærmorgun. Ég hef fjallað um hann á blúsblogginu . Af því tilefni er Blues på Svenska plata vikunnar.
createdTimestamp““:““2024-05-25T00:43:29.359Z““
Stundum set ég bara á Lights með Journey og læt mér líða vel. Sennilega hófst þetta eftir hafnaboltaleikinn í SF í sumar. *** Með fullri virðingu fyrir íslenskum kollegum mínum finnst mér þetta jólabókaflóð einkennast af góðum þýðingum. Sennilega eru frumsömdu verkin ekkert verri en venjulega, heldur meira að koma út af góðum þýðingum – bæði á samtímaverkum og klassík – en maður á að venjast. Ég hef ekki talið það saman, þetta er „tilfinning“. *** Angústúra er með tvær bækur – Veisluna í greninu eftir Villalobos, sem ég skrifaði um fyrir Starafugl, og Einu sinni var í austri eftir Xialou Guo. Ugla gefur út Ethan Frome eftir Edith Wharton og Mrs. Dalloway eftir Virginiu Woolf, auk Sagna frá Rússlandi – með smásögum allra helstu „meistaranna“. Opna gefur út Orlandó sama höfundar – ég byrjaði á henni í gær, hef beðið lengi eftir þýðingunni, og held mikið upp á orginalinn. Benedikt er með Orðspor Juan Gabriel Vasquez (sem ég las og er frábær), Sögu af hjónabandi eftir Gulliksen, Velkomin til Ameríku eftir Lindu Boström og Norrænar goðsagnir Neils Gaiman. Sæmundur er með Predikarastelpu Tapios Koivukari, Neonbiblíuna eftir Kennedy-Toole og Kalak eftir Kim Leine, auk ljóða Knuts Ødegårds. Bjartur með Grænmetisætu Han Kang, Allt sem ég man ekki eftir Khemiri og Hnotskurn Ians McEwans, auk annars bindis í Smásögum heimsins og lokabindisins í Napolífjórleik Ferrante. Dimma með Sólsetursvatn Léveille, Síðasta úlf Krasznahorkais , Pnín Nabokovs og Konu frá öðru landi eftir Sergej Dovlatov, auk ljóða Ko Uns og Christine De Luca og Birtuna yfir ánni , ljóðaþýðingar Gyrðis. Skrudda með Faðir Goriot eftir Balzac. Salka með Rútuna eftir Almeida. LaFleur, sem ég hélt að væri ekki til lengur, er með þrjár nóvellur eftir Soffíu Tolstaya, eiginkonu Tolstojs (sem er skráður meðhöfundur í bókatíðindum). Forlagið er með Ugg og andstyggð eftir Hunter S. Thompson og ljóðaþýðingar Kristjáns Árnasonar. *** Þetta er svona það sem fljótt á litið telst til fagurbókmennta í þýðingaflóðinu. Vantar reyndar útgefin verk Sagarana, sem eru ekki í bókatíðindum – þar er allavega ein ljóðabók og bæklingur með upphafi Baráttu minnar eftir Knausgård. *** Heldur finnst mér hlutur míns góða forlags, Forlagsins (með ákveðnum greini og stórum staf!), lítill í þessari útgerð. Svona miðað við að það á að heita stærsta og stöndugasta forlagið. Hálfdrættingur á við nýstofnaðan Benedikt – rétt jafnar enn nýstofnaðri Angústúru. Öll forlagsmaskínan er einsog tveir Benedikt LaFleur (hvað hann myndi segja um þá talnaspeki er svo önnur Ella). *** Starafugl hefur náð að skrifa um furðu mikið þarna og sennilega ástæða til að reyna að gera enn betur. Það gæti verið efni í nýtt átak eftir áramótin. Ef það verður ekki búið að gera út af við alla gagnrýnendurnar okkar. Það birtist aldrei svo neikvæður dómur að hann fái ekki svo neikvæð viðbrögð að gagnrýnandinn endurskoði stöðu sína í samfélagi gagnrýnenda – og þar sem margir gagnrýnendur Starafugls eru nýir heltast þeir einfaldlega úr lestinni. Tvisvar á síðustu vikum hafa mér borist skilaboðin: „Ég er hættur að gagnrýna“ (og jafn oft: „Ég get ekki skrifað um þetta verk því ég hef ekkert jákvætt að segja“). Jákvæðni er skilyrðislausa skylduboð samtímans. Að vera kurteis og góður. Og alls ekki flippaður eða einlægur eða spontant. *** Að gefast upp á að gagnrýna vegna mótlætis er reyndar líka tímanna tákn. Það eru allir einhvern veginn of shell-shocked til þess að takast á við álag. Þetta fólk þyrfti að hlusta meira á Journey. ***
createdTimestamp““:““2024-05-19T11:58:23.397Z““
id““:““fer5g““
Í dag er Finnland 100 ára. Það eru 20 ár frá því Slim Shady EP kom út og Johnny Halliday er látinn. Og hér er ég bara að hlusta á Buddy Guy, dilla mér, og hengja upp skáldsöguskema á vegginn. *** *** Ljóðið er eftir Pentti Saarikoski úr bókinni Hvað er að gerast? (Mitä tapahtuu todella?) frá 1962. Þýtt úr dönsku upp úr safninu Den gale mands hest og andre digte, þar sem tekin eru saman ljóð Penttis Saarikoski í þýðingu Hilkku og Bents Søndergaard. Með finnskuna til hliðsjónar. Bls. 37. *** *** Trigger warning: Það er nauðgunarathugasemd í laginu hér að ofan. *** *** Ég veit ekkert hvað Johnny er að syngja um. En hann er voða sætur. *** Skema. #hansblær A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Dec 6, 2017 at 7:52am PST //platform.instagram.com/en_US/embeds.js
createdTimestamp““:““2024-06-10T14:32:31.324Z““
Ég er alltaf að reyna að hafa þetta stutt. Það hefur gengið fremur illa. Það hljóta að vera til einhver lyf við þessari munnræpu. Það er aðallega vegna þess að ég skammast mín gagnvart ykkur samt – hver er ég að láta einsog off-the-cuff vangaveltur mínar um eitt eða neitt komi einhverjum við nema sjálfum mér? Af hverju er þetta ekki bara lokuð dagbók? Nú eða svolítið hamin dagbók til lesturs fyrir aðra? Ég er ekki einu sinni byrjaður. Samt eru komnar margar setningar. Hvaðan komu þessar setningar? Ég er í Münster. Þessar setningar voru ekki hérna þegar ég kom. *** Ég sá sinfóníuna spila. Tvisvar. Meðal annars hluta úr Pétri Gauti og 5. sinfóníu Sibelíusar – en líka söngverk og alls konar. Þau mættu og spiluðu tvo ókeypis tónleika í íþróttahúsinu á Ísafirði, einsog þau hafa gert af og til – síðast fyrir 2-3 árum. Hugmyndin er held ég að fyrst við höfum annars ekki aðgengi að henni getum við fengið að sjá hana frítt þá sjaldan það aðgengi batnar. Annars veit ég ekki hver pælingin er en það gleður mig mjög mikið, hver sem hún er, ekki bara vegna þess að þá fæ ég frítt heldur getur alls konar fólk sem annars hefur ekki efni á miklu farið á fína tónleika. Einleikarar voru þrír – þar af tveir frá Ísafirði, Mikolaj Ólafur, ungur píanóleikari sem er að gera það gott, og Dísa Jónasar, óperudívan okkar. Bæði eru þau tónlistarkennarabörn – Dísa reyndar dóttir tónlistarskólastjórans að auki, og tónskálds. Þriðji einleikarinn lék á horn. Þau voru öll rosaleg en Dísa kannski rosalegust, með ofsalegt kontról ekki bara á tónlistinni heldur líka sviðsframkomu og hreinlega útgeislun. Þó samanburðurinn endi þar er ekki úr vegi að líkja henni við Mugison þannig – maður einhvern veginn fellur ofan í eitthvað tónlistarhol með þeim og finnst nánast einsog það sé enginn annar í heiminum rétt á meðan. Sinfónían er heldur engu lík og Daníel Bjarnason stjórnar henni vel (segi ég, einsog ég hafi eitthvað vit á því – en ég gat sem sagt ekki betur séð). Ef ég ætti að koma með eina aðfinnslu þá væri hún að sveitin – sem var ábyggilega klöppuð upp í fjórgang – myndi fá sér nýtt uppklappslag (það var Á Sprengisandi, einsog síðast). Daginn eftir voru svo aftur tónleikar um morguninn og einleikarar voru aftur tveir heimamenn. Þórunn Arna og Pétur Ernir, léku og sungu ýmis lög sem tengjast verkum Astridar Lindgren. Aftur var stappfullt upp í rjáfur og aftur ókeypis inn – það var starfsdagur í skólunum en það var reyndar alls ekki þannig að allir áheyrendur væru börn. Þetta var ekki minna skemmtilegt. Ég þurfti að vísu að pína litla rokkarann minn með – á þeirri forsendu að þetta væri mikilvægur hluti tónlistaruppeldisins – en hann hafði gaman af þessu þegar hann var kominn og nánast skammaðist sín fyrir hvað áhuginn var mikill. Aino Magnea hins vegar raulaði með öllum lögunum á sænsku, einsog hún gerir annars aðallega þegar hún er ein með sony-spilarann sinn. Allir fá fimm stjörnur og Dísa fær fimm stjörnur plús. *** Kvikmyndaklúbbur fullorðna fólksins fór á Hvítan, hvítan dag. Ég er enn að melta hana. Hún er mjög, mjög góð – eitthvað í söguþræðinum var kannski full melódramatískt, hún var alltaf á grensunni. Jón Kalman (og Gyrðir) fá þakkir í henni og það leynir sér ekkert að leikstjórinn er Kalmansmaður – tilfinningarnar eru stórar og óhamdar. Hins vegar örlar ekki á þeirri exótíseringu sem plagar margar bíómyndir sem gerast á landsbyggðinni. Þótt Hlynur, leikstjórinn, sé dreifari þá eru þeir nú oft bara í sjálfs-exótíseringu. Vald Hlyns á myndmiðlinum er eiginlega alveg absúrd gott – hann t.d. klárar bara Íslandsfetisjismann á fyrstu tveimur mínútunum, dregur hann niður á jörðina, og þar með út úr hinni narratífsku þróun – landslagið er ekki látið bera stígandina í myndinni heldur fær sagan að vaxa sjálf, án þess að það þurfi að færa myndina inn í hús. Bara svona smáatriði einsog að malbikið í vegasenunni í upphafi sé allt stagbætt – þá fattaði ég alltíeinu að svona líta íslenskir vegir út, sennilega hafa leikstjórar jafnan valið stílhreinna malbik til að filma. Og þótt myndin sé melódramatísk þá gælir hún líka við módernismann og jafnvel tilraunamyndir. *** Ég hef ekkert lesið nema stök ljóð á stangli. Að vísu heilan helling af þeim en enga bók klárað. Svona er skrifstofulífið á mér oft. Ljóð eru frábær – þau fá öll fimm stjörnur. *** Casa de Papel fyrsta sería. Ég held að þetta sé ekki gott. Ég held að leikararnir séu flestir frekar lélegir og söguþráðurinn einsog hann sé skrifaður jafn óðum af sex ára barni (og svo … og svo … svo bara var prófessorinn búinn að sjá þetta fyrir og það er sko risastór BROWNING … og þau SKJÓTA ALLT Í KLESSU). En þetta er á spænsku, svo hver veit, þetta virkar alltaf svolítið líka einsog Almódovar, mjög kúltúrelt og svona. Stephen King fílar þetta í botn og ég fíla Stephen King – eða er allavega með stóran soft spot fyrir honum – og Twitter logar af meðmælum og Facebook logar af meðmælum og Nadja mælti með þessu. Að vísu er þetta allt mjög spennandi. Ég horfði rólega á fyrstu seríu, hámaði í mig síðustu þættina og er langt kominn með aðra seríu núna. Svo kannski verður endurmat að viku. *** Ég seldi bassaleikaranum í Hjaltalín, Guðmundi Óskari, telecasterinn minn á Reykjavíkurflugvelli og keypti mér svo stratocaster þegar ég kom til Münster – eða í næsta bæ, Ibbenbüren, þar sem er afar vegleg hljóðfæraverslun. Af því tilefni er meistari stratocastersins gítarleikari vikunnar – frá tónleikum í varaheimalandi mínu, Svíþjóð.
indentation““:0}}
My new novel, Einlægur Önd (literally „Sincere Duck“ – but for now called „Earnest“ in English) is out in Icelandic in a few weeks. Eirikur Orn could not, with all his infamous writerly prowess, have imagined a worse fate for himself. Not in his deepest bouts of self-pity. For if there was one thing in the world that Eirikur hated more than being penniless, alone and disgraced then it was being penniless, alone and disgraced in Reykjavik, that pathetic slush-drenched clump of houses, whose image now assaulted him through three, large living room windows… When Eirikur Orn Norddahl, the story’s main character, accepts a teaching job in creative writing for a foreign corporation, his decision is met with protest through an anonymous threat. And now he has burned all his bridges through his writing and public behavior. To escape reality he sinks into his work, the story of Felix Ibaka from the fictional country of Arbitrea, where the natives punish one another by throwing bricks at people. In Earnest Eirikur Orn Norddahl works at the threshold of fiction and reality to discuss repudiation, punishment and forgiveness. For more info „call my agent“: Forlagið Rights Agency .
id““:““oy3x510214″“
„Embracing melancholy through nordic poetry“. Bloggkerfið mitt, einsog allt annað sem birtist á tölvuskjánum mínum, er mjög áfram um að sannfæra mig um að nota gervigreind til þess að hjálpa mér að semja færslur. Og stakk sem sagt upp á þessu – að ég knúsi sorgmæðina í gegnum norræna ljóðlist. Eða fjalli um þá meintu knúsun sorgmæðarinnar. Kannski í tilefni þeirra tíðinda að Ursula Andkjær Olsen sé á leiðinni til landsins – bæði á líkamlegu formi, sem gestur á viðburðaröð Fríðu Ísberg og Brynju Hjálmsdóttur, og ljóðrænu formi á útgefinni bók. Ég er ekki búinn að panta mér bók (aðallega af því mér finnst svo leiðinlegt að fara inn á banka-appið mitt) en mér heyrist að gervigreindin sé búin að því. Ég ætla ekki að fjalla um neina knúsun. *** Í kvöld ætla ég að flytja ávarp við kertafleytingu til minningar um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasakí. Það verður kl. 22.30 í Suðurtanga. Á sama tíma í gær var ég að lesa upp á Act Alone á Suðureyri. Annað hvort eru svona viðburðir farnir að verða seinna og seinna á kvöldin eða ég bara orðinn svona gamall. Síðast þegar ég kom fram á Act Alone – þá var ég tíu árum yngri – steig ég reyndar ekki á svið fyrren á miðnætti, svo kannski er þetta alltaf fyrr og fyrr. En í gær fór ég samt bara heim að sofa þegar ég var búinn. *** Talandi um melankólíu í norrænni ljóðlist fékk ég sennilega hugmynd að ljóði í morgun sem gæti lokað næstu ljóðabók. Ég þarf að skoða það betur, kannski er þetta eitthvað ofmat, og kannski verður ekkert úr þessu ljóði – hugmyndin er pínu óljós, sem er reyndar ekkert verra. Allt sagt án ábyrgðar og auðvitað á maður helst ekki að hafa orð á svona hlutum. Ég er reyndar ekkert viss um að þetta verði melankólískt ljóð. Það er ekki útilokað en alls ekki víst. En ég kemst væntanlega ekki hjá því að það verði norrænt. *** Annars samdi ég einu sinni ljóð sem heitir „Kardínalinn var svo áhugasamur um norrænar bókmenntir“. Og „gerði“ hljóðaljóð upp úr fallegum lestri Viðars Eggertssonar sem ég stal úr Víðsjá. Kardinálinn var svo áhugasamur um Norrænar bókmenntir Í ár er mest fjallað um Norrænar bókmenntir. Eftir áramótin verður síðan áhersla lögð á Norrænar bókmenntir. Skáld sem leggja metnað sinn í að yrkja eins og hin eina sanna ættjörð þeirra sé fornar Norrænar bókmenntir. Þar í landi hafa Norrænar bókmenntir hafið innreið nútímans í Norrænar bókmenntir. Af því að þar eru Norrænar bókmenntir. Þar má nálgast Norrænar bókmenntir, fjölmargar greinar um Norrænar bókmenntir, leggja út af kuldanum í umfjöllun sinni um Norrænar Bókmenntir. „De store nordiske“ eða Norrænar bókmenntir. Hann drakk í sig Norrænar bókmenntir og vísindi; nýjar Norrænar bókmenntir, Norrænar bókmenntir sem tengjast hafinu. Dugnaðarverðlaun Soffíu frænku eru veitt þeim sem duglegastur er að lesa Norrænar bókmenntir.
createdTimestamp““:““2024-05-23T20:34:12.122Z““
Aðventan hefst víst ekki fyrren á sunnudag en hún hefst nú samt eiginlega alltaf fyrsta desember, hvað sem hver segir. Þegar jólalögin „mega“ byrja að heyrast í útvarpi (ég hlusta aldrei á útvarp og veit ekki hvort þau gera það). Við fjölskyldan í Sjökvist fögnuðum aðventunni – og fullveldisdeginum, sem sonur minn átta ára kallaði lýðveldisdaginn í gær, og hlýtur að hafa frá einhverjum fullorðnum því ég er ekki viss um að hann hafi kunnað orðin fullveldi og lýðveldi í síðustu viku – með því að opna fjöldann allan af jóladagatölum. Í fyrsta lagi eru það tvö súkkulaðijóladagatöl, svo er eitt Bamsedagatal (Bamse er sænskur teiknimyndabangsi), eitt sænskt útvarpsdagatal (útvarpssöguna hlustum við á yfir morgunverðinum – í sitthvoru hollinu, mæðginin snemma og feðginin seint), eitt sænskt sjónvarpsdagatal (ég lýg þessu; við gleymdum sjónvarpsdagatalinu en tökum þá bara tvöfaldan skammt á morgun) og svo eitt trédagatal með litlum hurðum sem maður getur fyllt með hverju sem maður vill. „Prinsinn“ – því hvað kallar maður eina son heimilisins annað en prins, á heimili þar sem fullorðna fólkið hagar sér ævinlega einsog það sé konungborið? – ákvað að í hvert hólf ættu að fara fyrirskipanir. Ekki veit ég hvaðan hann hefur þennan … hvað kallar maður það, áhuga á valdboði? … allavega ekki frá mér. Fyrirskipan dagsins var að kaupa jólaseríur og hengja upp. Það hafðist með herkjum. *** Ég gerði pizzur og brenndi mína meðan ég stóð á snakki um jólaseríurnar. *** Í fyrradag gerði ég gamaldags með blönduðu maltviskí – heitir það blandmöltungur? – Monkey Shoulder og það var mjög gott en í dag komst ég að því að þetta á maður alls ekki að gera, maður á að nota rúgvíski eða búrbon, svo ég endurtók þetta með Makers Mark og það var bara alls ekki jafn gott. Í gær gerði ég svipuð mistök með Manhattan, sem ég blandaði mér og drakk yfir óútgefnu ljóðahandriti eftir Lomma, þar sem ég setti blandmöltung í staðinn fyrir búrbon og það var alls ekki nógu gott – og er víst Rob Roy en ekki Manhattan, með þessum skiptum. *** Geiri vinur minn er búinn að kaupa tónleika með AC/DC á Blue-Ray. Úr Highway to Hell tónleikaferðinni 1979. Geiri á rosalegt sjónvarp (hann á líka rosalegt klósett – japanskt með heilu stýriborði – en það er í sjálfu sér óskylt hinu) og ég hlakka mikið til að vera boðið í tónleikapartí. Ég hef séð talsvert úr myndinni á YouTube – Riff Raff útgáfan er … já hvað getur maður sagt? Hún er engu lagi lík. Muniði eftir bílnum í nýju Mad Max myndinni, með gítarleikaranum sem hangir í keðjum á grillinu og spilar viðstöðulaust meðan heimurinn ferst í kringum hann og vélin undir honum malar og dekkin ryðja undir sig eyðimörkina? Hún er svoleiðis. Ég get bókstaflega ekki beðið eftir að sjá hana á Blue-Ray. Ég er ekki viss um að ég hafi séð neitt á Blue-Ray – samt eru ábyggilega 15 ár síðan það hóf innreið sína – og ég hef svo sannarlega ekki séð AC/DC í Blue-Ray. *** Á morgun er laufabrauðsgerð hjá Smára og Siggu. *** Ég ryð mér í gegnum óútgefnar bókmenntir þessa dagana og ljóðabækurnar raðast upp á borðinu hjá mér og ég er sennilega ekki kominn nema svona 30-40 blaðsíður inn í Orlandó. Mér heyrist að höfundar séu nervus að fá enga dóma, ég er það líka þótt ég viti að ég fái enga dóma – það eru engir gagnrýnendur á blöðunum á vorin og bækur sem koma út að vori þykja steindauðar að hausti. Ég get þó huggað mig við að Óratorrek á eftir að koma út á sænsku, dönsku og grísku og sennilega ensku líka, og þar fæ ég þó áreiðanlega einhverja dóma. Annars veit ég ekki hvaða þráhyggja þetta er í mér fyrir að fá ritdóma. Kannski bara vegna þess að einu sinni var þetta sjálfsagður hluti af ferlinu. Svona einsog lénsherrarnir söknuðu prima noctis þegar það var aflagt – þótt það hafi sennilega verið öllum til bóta á endanum. *** Mig dreymdi að ég og minn gamli félagi Þorleifur Örn hefðum sett upp Grease söngleikinn í ljósi #metoo byltingarinnar (eftir að Óskabarna-Viggi hafnaði samstarfi við mig sökum ósmekklegra hugmynda í handriti). Það var svakalegt. Ég get ekki einu sinni lýst því hvað það var svakalegt (ekki án þess að lenda í einhvers konar meiðyrðamáli). Þjóðin var í sárum á eftir og við Þorleifur báðir ærulausir, sem og Viggi og allir aðrir sem komu að draumförum þessum. Ég þarf kannski að róa mig í kokteilagerðinni á kvöldin. ***
createdTimestamp““:““2024-06-12T04:21:20.187Z““
Við skildum við gítarinn í síðustu viku á cliffhanger sem myndi sæma hvaða spennusögu sem er – teipaðan og límdan úti í horni. Bindingin fékk að þorna yfir nótt og á þriðjudeginum tók ég teipið af og pússaði niður kantana. Mér fannst það alls ekki nógu fínt þegar ég byrjaði og bara mjög fínt þegar ég var búinn. Ég var svolítið hræddur um að bindingin yrði of mött við að vera pússuð svona en það reyndust óþarfa áhyggjur. Hún er mattari en alls ekki óþolandi mött. Á miðvikudeginum dútlaði ég mér bara við spilerí fram á kvöld, enda ekkert að gera nema bíða. Það vantaði sendingarkostnað inn á kvittunina fyrir hálsinum sem ég sendi tollinum og hann barst því ekki fyrren á fimmtudagsmorgun. Í ljósi þess að ég var á leiðinni í vinnuferðalag yfir helgi leyfði ég mér að taka frí á fimmtudeginum til að smíða. Og sá dagur var heldur betur massaður – þótt eftir á að hyggja hefði ég sennilega átt að taka því aðeins rólegar. Ég var orðinn mjög æstur á síðustu metrunum. Ég sótti hálsinn strax og ég hafði komið Aino á leikskólann. Hann er mjög fagur. Einsog áður segir er hálsinn úr við sem nefnist wenge en fingraborðið úr pau ferro – í stað rósaviðar, sem er á válista. Rjómalituð bindingin passar vel við bindinguna á búknum, sem er ekki alveg sjálfsagt enda „rjómalitur“ ekki einn litur. Þetta er ekki alveg nákvæmlega sami litur en maður þarf að rýna vel í hann til að sjá muninn. Ég mældi þúsund sinnum fyrir hálsinum, gerði skapalón til að hækka upp skapalónið frá StewMac og fræsti svo 16 mm vasa. Mér fannst það strax alltof grunnt að sjá – fór inn í hús og mældi hæðina á fingraborðinu á Gálkninu (SG) og Djásninu (Tele), sem var þá um hálfur sentimetri á meðan þessi var rúman sentimetra yfir búknum. Ég leyfði mér þá að dýpka vasann um 3 mm. Það tókst ekki alveg jafn vel. Ég þurfti að festa skapalónið aftur á og auðvitað skeikaði smá á staðsetningunni, nóg til að hálsinn var ekki lengur alveg þétt í. Þetta leysti ég með smá teipi á báðum hliðum, sem er auðvitað ekki optimalt, en það er ekki svo auðvelt að minnka svona vasa. Næst þurfti ég að bora fyrir götunum í hálsvasanum. Til að finna út staðsetninguna klippti ég út miða í sömu stærð og vasinn – stakk svo tannstönglum í holurnar á hálsinum og gerði göt á miðann. Ég notaði svo líka hálsplötuna til að staðsetja holurnar betur. Aftur klúðraði ég pínu – ein skrúfan er dálítið skökk, en ekki svo að ég ætti ekki að geta lagað það. Nú var ég orðinn svolítið mikið æstur. Mig langaði að ná að setja einn streng í gítarinn áður en ég færi í flug seinnipartinn. Ef það væri gæðastjóri í gítarfyrirtækinu Heyr á endemi hefði hann sennilega sent mig beint í pásu þegar hér var komið sögu. Maður smíðar nefnilega ekkert æstur, að minnsta kosti ekki vel. Fyrst þurfti að bora fyrir brúarstoðunum. Ég margmældi – hér má alls engu skeika – og fór svo að finna réttan bor. Sem ég átti auðvitað ekki. Mér sýndist í fyrstu að þetta ætti að vera 11 mm bor en ég átti bara 10 og 12. Í búðunum á Ísafirði var hvergi til 11 mm trébor svo ég endaði á að kaupa 11 mm steinbor – sem er ekki optimalt, þeir hlaupa til, en ég hafði séð fyrir mér að ég gæti forborað með minni borum. Nema 11 mm borinn var heldur ekki nóg – þótt það standi reyndar í leiðbeiningunum. Stoðin hefði aldrei farið niður. Svo ég fór og keypti 11,5 mm steinbor líka og helvítið gekk niður með herkjum (þetta situr svo fast að ég næ honum aldrei úr, vel að merkja, og á að gera það – ég teipa yfir hann þegar ég mála). Brúin er svo með tveimur holum og situr ofan á þessum tveimur stoðum. Hún á að vera frekar laus en þessa tilteknu er hægt að festa með sexkanti. Brúin á Gibsoninum, klassísk tune-o-matic, er alveg laus og dettur af þegar maður tekur strengina af. Nema hvað – stoðirnar mínar eru í réttri fjarlægð frá hálsvasanum, svo intóneringin á að vera í lagi (hálsinn ætti að vera innbyrðis réttur) en þær eru oggu pínu ponsu of langt hvor frá annarri sem þýðir að ég kem brúnni ekki á stoðirnar nema með talsverðu afli. Þetta er svo lítið að ég vona að ég geti bara sorfið aðeins innan úr holunni á brúnni með þjöl og þá sitji hún föst. Annars er þetta alveg nothæft – en það verður algert mörder að stilla strengjahæðina rétta, af því ég get ekki snúið stilliskrúfunum á stoðunum ef br úin er svona spennt. Ég var alltof æstur til að taka myndir. Næst boraði ég fyrir Bigsbyinu og festi það og skrúfaði stilliskrúfurnar í – setti einn a-streng í skepnuna og voilá! Afsakið óhreina tauið. Ég tók ekki einu sinni eftir því þegar ég tók myndina. Svo hljóp ég upp á loft, henti einhverju drasli í tösku, og rauk af stað til Münster. Á meðan ég var úti í Münster lauk gullsmiðurinn við að merkja hálsplötuna fyrir mig og ég fékk senda mynd á rithöfundakampusinn: Addi prentaði líka á klórplötuna fyrir mig og sendi mér myndir og myndband. Ég var svo í Reykjavík í dag og fór í kaffi til Möggu frænku (konu Adda sem sagt) í dag og fékk plötuna. Ég tók með mér kippu af bjór sem ég ætlaði að gefa Adda fyrir hjálpina en haldiði ekki bara að hann sé hættur að drekka? Fyrir fjórtán árum! Ég hef það sosum fyrir pólisíu að telja ekki drykkina ofan í annað fólk (eða sjálfan mig) en stundum er fattleysið í mér alveg botnlausara en svo að ég sjái niður. Ég verð bara að finna einhverja aðra leið til að gleðja Adda. Ég kom síðan heim seinnipartinn og þegar ég var búinn að lesa fyrir krakkana og Nadja var upptekin við að klára Lólítu fyrir bókaklúbbinn í kvöld, fór ég að fikta í strengjahæðinni – fór með sporjárn í vasann og reyndi að slétta aðeins til og laga. Hann er enn dálítið hár, finnst mér. Þótt ég sé með brúna alveg niðri er strengjahæðin full mikil. Ég get sennilega lagað það með því að fikta í hálsstönginni – truss rod – annars verð ég bara að dýpka hann enn meira eða gera meiri halla. Ég tók líka þjölina á brúna svo hún er nokkuð lausari en áður, ekki þó laflaus. Svo setti ég í hann gamla draslstrengi – er með tvo e-strengi neðst og b-streng fyrir g-streng en það er hægt að glamra á þetta og það er gaman. Hann er ekki nærri tilbúinn en þetta er strax orðinn góður gítar. *** Gítarleikari vikunnar er fyrsti „alvöru“ rafmagnsgítarleikarinn, Charlie Christian, sem vann sér það meðal annars til frægðar að spila með hljómsveit Bennys Goodman. Hann gerbreytti hugmyndum manna um gítarleik og nánast fann upp gítarsólóið sem listgrein auk þess að vera einn þeirra sem lagði grunninn að því sem síðar varð bebop tónlist og cool jazz, þótt hann væri þekktastur fyrir swing – og dó svo langt fyrir aldur fram, 26 ára gamall, úr berklum árið 1942. Sannkallaður snillingur.
id““:““3unqm““
Hann á afmæli í dag. Goðsagnakenndasta blúshetjan. Robert Johnson. 109 ára. Eiginlega allt við sögu hans – goðgerðina, markaðssetninguna – segir manni að það ætti ekki að vera neitt varið í þetta. Þetta ber öll einkennis þess að vera viralþvæla – búið að ofselja hann. Númer eitt er þetta með að hann hafi selt sál sína andskotanum á krossgötunum fyrir hæfileikana. Sagan segir að Robert hafi verið skítsæmilegur munnhörpuleikari en afskaplega vondur gítarleikari en hafi stundum fengið að troða sér inn hjá öðrum þegar þeir voru í pásu. Son House sagði að þetta hafi oft endað með ósköpum – fólk hafi beinlínis komið og beðið sig um að hætta í pásu og koma þessum hæfileikalitla partítrúbador af sviðinu. Svo lét Robert sig bara hverfa í hálft ár – og það er þá sem hann á að hafa selt sálina en allt bendir samt til þess að hann hafi haldið sig nálægt heimabæ sínum, Hazlehurst, og verið í læri hjá gítarleikara sem hét Ike Zimmerman (og er ekki til á upptöku). Þegar hann kom aftur til Memphis fékk hann enn á ný að stinga sér milli setta hjá Son House – sem hló að honum og stríddi honum áður en hann fór á sviðið. En þá var allt breytt. Það er ekki bara að Robert spili af nánast yfirnáttúrulegri ástríðu – sándið í röddinni og samspil hennar við gítarleikinn er engu líkt – heldur býr hann yfir ógurlegri tækni og hefur sameinað ólíka stíla frá mönnum á borð við Blind Lemon, Big Bill, Son House, Blind Willie Johnson, Charley Patton og fleiri. Frægt er að þegar Keith Richards heyrði hann spila fyrst hélt hann að þetta væru margir gítarleikarar. Þegar hann svo deyr – sennilega eftir eitrun vegna þess að hann var að dilla í annars manns konu – segir sagan að hann hafi skriðið um æpandi og gólandi af sársauka í marga daga. Var þá sagt að Legba/kölski væri kominn að heimta sálina sína. Svipuð saga var sögð um marga aðra og auðvitað er þetta Fást-goðsögnin – og þess utan beint upp úr biblíunni: allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig. Oftast var þessi saga sögð um Tommy Johnson og margir sem telja að í ljósi dauðdaga Roberts hafi sagan flust yfir á hann. Þegar Son House segir söguna um það hvernig hann hafi horfið og birst aftur – hæfileikalaus fyrir og snillingur á eftir – eru liðin meira en þrjátíu ár og Son, einsog margir samferðamanna hans, orðinn ansi sleipur í að selja svona sögur. Það er langt liðið á blúsendurreisnina – þetta er 1965 – og erfitt að slökkva þorsta hvítra blúsnörda fyrir goðsögnum um blúsmenn í deltunni og djöfullinn einhvern veginn alltaf með í dæminu. Ég held að Son hafi verið sagnamaður – einsog Big Bill og fleiri – og góður sagnamaður lætur hvorki sannleikann né minnið standa í vegi fyrir góðri sögu. Þegar bútarnir raða sér upp í dauðafæri lætur maður bara vaða. Um kölska má segja það tvennt að annars vegar var hann lifandi hluti af trú margra á þessum tíma – sú trú var raunveruleg og áþreifanleg – og hins vegar að hann var sannarlega talinn búa í blústónlistinni. Big Bill Broonzy samdi við mömmu sína um að taka aldrei gítarinn með sér inn til hennar af því að djöfullinn bjó í honum. Son House barðist alla tíð við við djöfulinn – drekkti honum í áfengi milli þess sem hann skildi við blúsinn og predikaði guðsorð. Og meira að segja þegar hann spilaði blúsinn er einsog hann skammist sín fyrir það – hann sé að þjóna andskotanum – og ég held það sé engin ástæða til að ætla að sú skömm sé einhver látalæti þótt hún hafi sennilega líka verið hluti af sjarmanum. Annað sem ýtir undir mýtuna um Robert Johnson er hvernig „við“ rétt misstum af honum. Eftir að hann sneri til baka frá Hazlehurst tók hann upp fullt af lögum í tveimur sessjónum, 1936 og 1937, og þar af náði eitt lag, Terraplane Blues, nokkru máli. Terraplane er hálfgerður hokumblús – dónablús. Terraplane var bíltegund og verður Robert að myndlíkingu fyrir kynlíf – og raunar getuleysi. Það er í sjálfu sér rannsóknarefni hversu margir af dónablúsum Roberts fjalla um getuleysi – Dead Shrimp Blues er allavega líka á svipuðum slóðum, sem og Phonograph Blues (þar sem ljóðmælandi er reyndar hugsanlega bara svona útriðinn – þau ríða og ríða og svo ryðgar bara nálin hans). Og rannsóknarefni hvers vegna ég sé aldrei neinn tala um þetta. I’d said I’ll flash your lights, mama, and the horn won’t even blow
I even flash my lights, mama, and this horn won’t even blow
I got a short in this connection, way way down below Ég held ég fari með rétt mál að langflestir af þessum hokumblúsum séu gorgeirs- frekar en getuleysisblúsar (en hef enn ekki skoðað það sérstaklega). Ég man allavega í svipinn ekki eftir neinum öðrum getuleysisblúsum. Önnur lög Roberts vöktu enga sérstaka athygli. Tónlist hans berst samt til eyrna Johns Hammond, sem vann hjá Colombia Records og var allra handa músíkpródúsent, sem um sína tíð uppgötvaði óhemju af frægum tónlistarmönnum – frá Count Basie til Bruce Springsteen. Og ber ekki að rugla saman við tónlistarmann sem heitir sama nafni. John Hammond var að skipuleggja tónleika í Carnegie Hall – From Spirituals to Swing – sem yrðu helgaðir tónlist blökkumanna og áttu að brjóta niður hinn ósýnilega múr milli tónlistar svartra og hvítra. Þarna yrði – í fyrsta sinn – tónlist blökkumanna „veitt virðing“ og hún leikin í alvöru tónleikasal fyrir sitjandi og hlustandi gesti. Hvíta gesti mestmegnis. Þetta er auðvitað að einhverju leyti misskilningur. Tónlistin var ekki í ónáttúrulegu umhverfi þótt hún væri partítónlist og hún er ekki meira alvöru fyrir að vera í Carnegie Hall, fyrir að vera kanoníseruð. Hins vegar má alveg til sanns vegar færa að þessi leikur Hammonds hafi orðið til þess að varpa meira ljósi á „listrænni“ blústónlistarmenn. Það er kannski meira gaman að dansa við Leroy Carr en það er meira gaman að hlusta á Robert Johnson. Hvað sem því líður fer Hammond á stúfana eftir Robert Johnson, sem átti að sögn að vera aðalatriðið, en kemur að tómum kofanum (svo til bókstaflega) því hann er þá nýdauður. Big Bill Broonzy var fenginn til að fylla í skarðið en svo fannst Hammond það ekki nóg svo hann tók sig bara til og stillti upp plötuspilara á sviðinu og lék nokkur lög eftir Robert Johnson af plötu fyrir stappfullt Carnegie Hall. Það má segja að frá þessari stundu hafi Robert Johnson verið merkastur allra blúsmanna – en fyrst og fremst í munnmælum því plöturnar voru ekki til víða og það er ekki fyrren 1961, þegar blúsendurreisnin er í hámæli, að hann er endurútgefin og öðlast almennar vinsældir – tryllir ekki ómerkari menn en Eric Clapton og Keith Richards. Þegar sagan og mýtan er orðin svona mikil er hætt við að maður fari að gæta sín á að kokgleypa þetta ekki bara. Ég varð aðeins var við það á dögunum til dæmis að menn héldu því fram í kjölfar dauða Yahya Hassan að hann væri nú kannski ekki svona merkilegur heldur væri hann bara eitthvað viral-rugl – svona einsog reiðilegt komment á Jyllands-Posten sem allir rífast síðan um á Facebook. En það má segja um Hassan einsog um Robert Johnson að verkin tala bara fyrir sig sjálf. Þetta er einfaldlega ótrúleg tónlist (einsog ljóð Hassans eru engu lík). *** BÓNUSEFNI Bestu Robert Johnson koverin. Ég sleppi þeim allra frægustu – Love in Vain með Stones, Crossroads með Cream, Travellin Riverside með Zeppelin, They’re Red Hot með Red Hot Chili Peppers, Sweet Home Chicago með hverjum sem er – sumt af því er mjög fínt en það er bara óþarfi að auglýsa tónlist sem allir þekkja. Hér eru sömu lög sem Spotify-playlisti fyrir þá sem vilja bara láta þau renna – en það eru ekki allt alveg sömu útgáfur. Ég mæli sérstaklega með Ike & Tinu hér að neðan – útgáfan á Spotify er flott en þessi á YouTube er sjóðheit. En Dylan lagið er bara á Spotify – maður þarf eitthvað premium dæmi til að hlusta á það á YouTube.